blómálfur

Gáðu að því, maður, að lítill blómálfur, sem þú sérð flögra grein af grein og á milli blóma á sólríkum sumardegi, er sterkari en þig grunar. Mundu, að hann hefur lifað af vetrarhörkur, þó hann eigi ekki í nein hús að venda. Það er flestum dauðlegum mönnum hulin ráðgáta hvernig þetta má vera, en sé blómálfurinn spurður um þetta hristir hann einungis höfuðið, dularfullur á svip og skellihlær.