kisi

hvar ertu núna litli kisi sem komst svo hljóðlega til mín eitt kvöld í sumar sem leið inn um opnar útidyr og varst hér hjá mér fram eftir nóttu?
ég strauk þér svo blítt og sagði þér sögur á kattamáli sem aðeins við tvö skiljum en svo fórstu og ég hef hvergi séð þig síðan þó ég hafi sett út rjómaskál á kvöldin og skyggnst eftir þér undir runnunum við stéttina.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home