plómur

smáljóð og örprósar

öryggismál


elskan mín þú þarft aldrei
að hafa áhyggjur af öryggisleysi
það eru mál sem englar sjá um
hættu að hamast í slökkvaranum
það mun aldrei kveikja á perunni
það er nóg að eiga eldspýtur
því englar elska kertaljós

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home