
nóttin er blíð
hún ber mig á vængjum
í ódáinsland
þar sem draumar rætast
ekkert myrkur engin sorg
fær bugað
í annan heim
þar sem draumar rætast
sól vermir döggvot stræti
blóm kinka kolli
og heilsa nýjum degi
börnin brosa
keik og hoppa
á gangstéttum í parís
og enn og aftur er vor
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home